Vegur til farsældar

2

Mitt persónulega álit. Um nokkurra ára skeið hafði hópur textahöfunda, hljóðfæraleikara og söngvara unnið vel saman að hinum ýmsu verkefnum. Þau voru frekar sundurleitur hópur sem hafði gengið í gegnum bæði góða tíma og slæma en alltaf hafði þeim tekist að halda hópnum saman. Þannig að þegar sköpunargáfa næstum allra í hópnum náði áður óþekktri lægð þá urðu hjónin sem fóru fyrir hópnum áhyggjufull. Þau voru kristin og reiddu sig mikið á bænina svo að þau fóru að biðja Guð um að sýna þeim hvað hafði farið úrskeiðis og hvernig þau gætu lagað ástandið.Svarið sem þau fengu var stutt og einfalt: “Þið hafið verið að spara kærleikann”. Allir voru orðnir svo uppteknir af starfinu af þau voru hætt að gefa sér tíma til að sýna hvort öðru kærleika og væntumþykju – en það var það sem hafði gert hópinn svo samstilltan í upphafi.Hjónin útskýrðu þetta fyrir hinum í hópnum og saman gerðu þau lista yfir alla litlu hlutina sem þau voru hætt að gera hvert fyrir annað. Í lok fundarins báðu þau saman til Jesú um að Hann mundi hjálpa þeim til að gefa sér tíma til að sýna hvert öðru kærleika. Það leið ekki á löngu áður en hópurinn hafði samið sýna bestu tónlist til þessa. Þau höfðu fundið leyndardóminn að því að vinna náið saman og viðhalda sköpunargáfunni. Hann fólst í hinum daglegu athöfnum sem sýndu góðvild og umhyggju þeirra hvert fyrir öðru.Að sjálfsögðu erum við ekki öll tónlistarfólk en það er varla nokkur sú manneskja á jörðinni sem er ekki hluti af að minnsta kosti einum hópi. Fjölskyldu, í hjónabandi, í viðskiptum, sem starfskraftur, vinnufélagar, íþróttahópur eða vinahópur. “Engin maður er eyland”. Við þörfnumst öll hvers annars og við höfum öll tækifæri til að láta gott af okkur leiða í lífum annarra. Samskipti og kærleikur eru lyklarnir og eins og alltaf vill Guð ekkert nema það besta handa okkur. Þegar þú hjálpar Honum að draga fram það besta í fari annarra þá mun Hann draga fram það besta í þínu fari. Keith Phillips

Dásamleg sannindi um gildi kærleikans í samskiptum, lífi og starfi, því "Guð er kærleikur."

Greinin er upprunalega skrifuð á ensku. Hún er þýdd úr tímariti sem heitir Activated. Blaðið felur í sér margar upplyftandi greinar sem fjalla um mikilvæg lífssannindi, von og kærleika. 


Höfundarlýsing

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir kennari að mennt. Maður hennar Andrew Scott Fortune fæddur í Bretlandi og býr nú á Íslandi. Þau eiga tvo uppkomna syni og fjögur barnabörn. Guðbjörg hefur síðastliðin 35 ár stundað trúboðs-hjálparstörf ásamt manni sínum og starfa þau nú hér á landi við andleg ráðgjafastörf með kærleika Guðs að leiðarljósi. Þú sjá um útgáfu flettibókanna vinsælu sem heita "Vegur til farsældar" ásamt barnabókunum "Þroskandi Sögum." Bækurnar eru þýddar úr ensku með leyfi útgáfufyrirtækisins Aurora. Bækurnar byggja á kenningum Biblíunnar um kærleika Guðs til allra manna og hvernig hagnýta megi trúna í öllum samböndum fólks, lífi og starfi. Þar er fjallað um andleg gild lífsins í þessu lífi og áfram. Heiminn sem við vildum öll geta skyggnst inn í hér og nú en fáum það aðeins eins og Páll postuli ritaði í þessum fræga og góða kafla 1. Kóriktubréfs 13. "Nú sjáum við svo sem í skuggsjá í óljósri mynd en þá augliti til auglitis."

Brot úr lífi mínu

IMG_0598 Ég heiti Guðbjörg Sigurðardóttir og er fædd og uppalin í Hvítárholti í              Hrunamannahreppi, sem er býli staðsett á bökkum Hvítár-Eystri í nágrenni  Flúða í Árnessýslu. 
Ég var mikill hestaunnandi strax í æsku og reið oft  berbakt og beislislaust á vissum hestum, þótt stundum hafi tryppin orðið  fyrir valinu. Ég man sérstaklega eftir einu tilviki, þar sem ungfolinn stakk  sér og henti mér af baki, með þeim afleiðingum að ég brákaðist á öðrum  handleggnum og það tók mig nokkrar vikur að ná fullum bata. 
  Hestamennskan hefur verið mér mikið hugðarefni alla tíð, þótt forlögin hafi  leitt mig í aðrar áttir í áratugi, eða síðan ég var rúmlega tvítug og fram yfir  sextugt. Þótt hestamennskan hafi verið mér kær og mikill innblástur fylgi  því að spretta úr spori á fjörugum og góðum hesti, var það mér ekki nóg.  Hugur minn leitaði oft á önnur mið sem mér fannst ég yrði að uppgötva.
  Mig hefur alltaf langað til að geta hjálpað fólki og verið því innan handar í  lífinu á einhvern hátt, en mig skorti til þess kunnáttu og andlegan styrk.  Ég stóð frammi fyrir tveimur valkostum að halda áfram með mitt hugljúfa  líf í hestamennskunni eða gerast erindreki kærleika Guðs í  kærleikssnauðum heimi viðskipta og efnishyggju.Trúboðsstarfið varð fyrir valinu og allt annað varð að víkja!

« Fyrri síða

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Des. 2008
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1398

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband