Að fylgja stjörnunni

Á hverjum jólum ímynda ég mér vitringana þrjá þar sem þeir fara gegnum eyðimörkina í leit að dularfullu stjörnunni. Ég sé þá fyrir mér þar sem þeir fara yfir heitan sandinn að deginum til og slá svo upp tjöldum á kvöldin. Hvergi á jörðinni er himinninn eins hlaðinn fegurð og dulúð og um stjörnubjarta nótt í eyðimörkinni! Ég sé þá fyrir mér þar sem þeir sitja fyrir utan tjöldin og horfa undrandi upp til himins með engin önnur ljós sem truflað gætu hina einskæru listsnilli Guðs. Þessi nýja stjarna hafði ekki verið þarna áður. Hún hlýtur að hafa vakið undrun þeirra.

Þeir höfðu heyrt talað um komu Messíass, Hins smurða. Þeir höfðu lesið sér til um þetta í fornum bókum en nú lásu þeir þetta í stjörnunum.

„Tilgangurinn með fæðingu okkar var að fylgja þessum málstað eftir. Við verðum að fylgja stjörnunni.“

Svo þeir ferðuðust í trú sem að lokum leiddi þá til litla, nýfædda barnsins sem lá í fábrotinni jötu.

Þeir krupu í lotningu og hvísluðu. „Hann er Konungur konunganna.“

Þetta minnir mig á eigin leit.

Ég var enginn vitringur en ég hafði einnig komið auga á stjörnu. Hún skein ekki skært á himnum; hún lýsti ekki upp líf mitt en skin hennar snerti hjarta mitt. Áhrif hennar voru raunveruleg og það gerði mig órólegan.

Hvaðan kemur þetta ljós?

Það var eins og ljósið væri að kalla á mig til þess að svipta hulunni af leyndardómi þess.

Tilgangurinn með fæðingu minni var að fylgja þessum málstað eftir. Ég verð að fylgja ljósinu.

Og það var einmitt það sem ég gerði. Ég hóf leit að sannleikanum, án úlfalda, en ég fylgdi skini stjörnunnar.

Dag einn fann ég fjárhúsið.

Það geisaði stormur. Það var ausandi rigning þegar ég tók annan ferðamann tali.

„Þú ert að leita að Guði, ekki satt?“ spurði hann mig.

„Jú, það er ég. Hvar er Hann?“

Hann brosti og sagði: „Hann er hérna, tilbúinn til að vera Konungur hjarta þíns, ef þú vilt leyfa Honum það.“

Þann dag byrjaði stjarnan að skína í hjarta mér.

Stjarnan, sem vitringarnir fylgdu, er horfin en jólastjarnan í hjarta mér skín ennþá skært.

Höf: Lætur ekki nafns síns getið 

08.following-star-636x322


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1135

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband